Blueprint er viðskiptagreind og áætlanagerð

Blueprint er stofnað til að þjónusta framsækin fyrirtæki með sérhæfðar lausnir á sviði viðskiptagreindar, uppgjöra og áætlanagerðar. Félagið hefur undirritað samstarfssamninga við Prophix, timeXtender, Toolpack og Dundas, sem öll eru leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sínu sviði.

Deloitte og Blueprint …

… hafa undirritað samstarfssamnig um Toolpack áætlunarkerfið fyrir viðskiptavini Deloitte. Fyrstu sameiginlegu viðskiptavinir hafa þegar lokið tæknilegri innleiðingu af hendi Blueprint og hafa nú snúið sér að áætlana- og skýrslugerð í samstarfi við sérfræðinga Deloitte.

Blueprint og Wise (áður Maritech) …

… hafa undirritað samstarfssamning um notkun á viðskiptagreindarlausnum Blueprint með Dynamics NAV lausnum Wise. Fjöldi viðskiptavina Wise hefur innleitt lausnir sem byggja á þessu samstarfi.

Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sími 824 0000

prophix-logo

Prophix er áætlanagerðarlausn sem tekur á öllum þeim þáttum sem varðar áætlunargerð og styður flest öll þau bókhaldskerfi sem eru í notkun í dag. Kerfið notar Microsoft SQL sem sinn gagnagrunn og eru leyfisgjöld fyrir Microsoft SQL innifalin í verði kerfisins.

Kerfið státar af ferlum við alla vinnslu hvort sem það er að lesa gögn frá undirliggjandi kerfum, uppsetning áætlunarskjala, uppsetning á útreikningum, vinnuflæði áætlunar, aðgangsstýring, utanumhald um sjálfa áætlunargerðina og stýring samþykktarferlis. Úrtak getur síðan verið með endurskrift niður í undirliggjandi kerfi, í skýrsluformi sem hægt er að stilla sjálfvirk ferli með aðgangsstýringum eða yfir í SharePoint 2010 eða samþættingu gagn yfir í viðskiptagreindarhugbúnað sem býður upp á enn fleiri möguleika.

Prophix var stofnað 1987 í Canada með höfuðstöðvar í Toronto og starfar nú í yfir 60 löndum um allan heim. Fyrirtækið starfar eingöngu á sviði áætlanargerðar og hefur þróað Prophix sem heildarlausn á sínu sviði.

Nánari upplýsingar
veitir Gunnar Leó Gunnarsson
gunnarleo@blueprint.is

TimeXtender

TimeXtender er byggt upp á viðurkenndum grunni Microsoft SQL gagnagrunnstækninnar sem gefur örugga og stöðuga undirstöðu fyrir gagnavöruhús fyrirtækisins. TimeXtender nýtir og eykur eiginleika Microsoft SQL Server Integration Services (SSIS) og Microsoft SQL Server Analysis Services (SSAS).

Með TimeXtender er hægt að byggja vöruhús gagna á hraðari, einfaldari og betri hátt en áður hefur þekkst.

Hægt er að hanna verkefnin í lýsigögnunum og TimeXtender býr þá sjálfkrafa til staðlaðan SQL kóða. Ávinningur af þessu er samræmt þróunarferli og stöðugur kóði samtímis sem að það dregur úr handvirkri vinnu. 

Kostir Microsoft SQL gangagrunnsins nýtist, en án þess að þurfa víðtæka SSIS þekkingu.

timex-video

Til að ná sem mestu út úr gögnunum þínum, þarf miðlægt vöruhús að geta haldið utanum öll gögnin.

  • Vöruhús gagna er aldrei í kyrrstöðu. Kröfur um nýja framsetningu upplýsinga er viðvarandi, þar sem stjórnendur leytast við að ná tökum á gögnum sem verða til við rekstur fyrirtækja þeirra. Mikilvægi þess að hafa fingurinn á púls fyrirtækisins verður sífellt meiri. OLAP teningar. Þegar búið er að byggja upp vöruhús gagna er hægt að nota TimeXtender til að byggja OLAP teninga fyrir Excel, eða nýta upplýsingar til framsetningar á öðrum miðlum.
Nánari upplýsingar
veitir Gunnar Leó Gunnarsson
gunnarleo@blueprint.is

toolpack-logo

Toolpack áætlunarlausnin, brúar bilið milli tölulegra gagna og ákvarðana morgundagsins.

Nú á tímum eru sífelt meiri kröfur um að stjórnendur fyrirtækja séu með góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins. Þörfin fyrir áætlana- og skýrslugerð eykst og samhliða því eykst sá tími sem að fer í öflun og vinnslu gagna sem þarf til að geta tekið vel upplýstar ákvarðanir.

Að öllum líkindum viltu geta verið með nýjustu tölur til að geta gert viðeigandi greiningar og náð að fanga þá þróun sem að fyrirtækið er í.

Toolpack styðst við SQL gagnagrunna. Hægt er að nota timeXtender sem vöruhús gagna (DW) til að byggja upp grunn fyrir Toolpack. Raungögn eru lesin upp úr fjárhagskerfinu s.s (SAP, IFS, NAV, AX og C5) inn í timeXtender. Þar eru gögnin aðlöguð og keyrð inn í Toolpack.

Aðferðafræðin á bak við kerfið er sú að rauntölur eru lesnar inn í Toolpack úr undirliggjandi viðskiptakerfum. Toolpack getur svo á hraðvirkan hátt unnið áætlun byggða á rauntölum síðasta árs, að gefnum ákveðnum forsendum stjórnenda, hvort sem verið er að áætla niður á fjárhag, viðskiptamenn eða vörur. 

Sem dæmi getur Toolpack notast við dreifireglu sem unnin er úr rauntölunum við dreifingu áætlunar niður á mánuði.

Með Toolpack er því kostur að einfalda til muna áætlunar– og skýrsluferlið. Toolpack veitir góða yfirsýn yfir þau gögn sem unnið er með og þær niðurstöður sem fást í kjölfarið. Einnig er auðvelt að draga saman þær niðurstöður sem fást með sjónrænum hætti.

Nánari upplýsingar
veitir Gunnar Leó Gunnarsson
gunnarleo@blueprint.is

dundas-logo

Í yfir 15 ár hefur Dundas þróað sjónrænar framsetningar á gögnum. Í byrjun voru það einföld gröf en í dag hefur afurð fyrirtækisins þróast yfir í fullkomna lausn sem birtir helstu lykiltölur fyrirtækja eða stofnana á aðgengilegan hátt.

Gögn hafa takmarkað gildi fyrir notendur en þegar þau eru sett í samhengi getur það breytt öllu. Dundas getur tengst mismunandi gagnagrunnum (SQL, OLAP, Oracle, SAP BW, Excel o.fl.) og sameinað gögn til að fá skýrari heildarmynd á einfaldan hátt. Jafnfram býður Dundas Dashboard upp á algjört frelsi í uppsetningu á stjórnborðinu, hlutir eins og gröf og mælar eru dregnir á milli staða til að fá það heildarútlit sem sótt er eftir.

Stjórnborðunum er síðan hægt að varpa á vef fyrirtækja eða stofnana, hvort sem það eru innri eða ytri vefir. Jafnframt fylgir með Sharepoint Webpart sem er auðvelt að setja upp. Stjórnborðin eru birt með aðstoð Silverlight en einnig er hægt að skoða stjórnborðin í HTML5 sem gerir spjaldtölvum kleyft að tengjast til að skoða lykil-upplýsingar án þess að fórna öðrum möguleikum.

Nánari upplýsingar
veitir Gunnar Leó Gunnarsson
gunnarleo@blueprint.is